miðvikudagur, september 21, 2005

Nýtt form á fréttabréfi

Þá höfum við Lilongwebúar ákveðið að ánetjast tækninni og fara að "lifa í beinni", ja eða þannig. Þetta var ekki alveg að virka með fréttabréfin sem átti að senda vinum og vandamönnum reglulega þannig að nú verður það prófað að setja fréttirnar hér inn. Við sjáum svo hvernig þetta nýja fyrirkomulag virkar.

Annars er það helst í fréttum frá því að síðasta fréttabréf fór í loftið að við höfum fengið gesti. Ása og Minna eru núna búnar að vera hér í Malawi í tæpar tvær vikur. Þær voru hér í Lilongwe þangað til í gær en þá héldu þær af stað til Monkey Bay. Við förum svo í fyrramálið og hittum þær þar. Þær fá nú ekki langt frí frá okkur blessaðar kerlingarnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home