Allt í rólegheitum
hér í Afríkunni. Komin heim úr Jóhannesarborgarmenningunni - vorum nú bara fegin að komast hingað í aðeins meiri hlýju. Það var alveg hrottalegur kuldi þarna fannst manni. En hér er raunar farið að kólna heilmikið, bara kalt snemma á morgnana og á kvöldin. Peysuveður þegar Kristrún fer í skólann á morgnanna og engin þörf fyrir loftkælingar, sem er nú svosem ágætt. Skrítið hvað maður er fljótur að gleyma, en svona var þetta auðvitað á þessum tíma í fyrra - maður bara mundi það ekki alveg;)Annað sem er alveg eins og á sama tíma í fyrra er stöðugt rafmagnsleysi. Rafmagnið meira og minna að fara á hverjum degi, annaðhvort svona um sex leytið á kvöldin og fram undir átta eða þá snemma á morgnana. Þetta eru sennilega einhverjar einkennilegar rafmagnsskammtanir, maður skilur þetta ekki alveg. Blessuð rafstöðin okkar auðvitað biluð þegar átti að nota hana um daginn, en það er víst búið að finna útúr því þannig að það ætti að vera hægt að notast við hana ef þetta verður viðvarandi ástand!
Annars bara rútínan í gangi. Kristrún á fullu í skólanum, ballettinum og þessu stússi öllu. Förum svo til Monkey Bay núna á morgun og verðum í nokkra daga. Það verður fínt, alltaf svo gott að vera þar í sveitasælunni.
Erum svona að öðru leyti bara aðeins að byrja að undirbúa brottförina, sem nálgast óðum. Ótrúlega skrítið að við skulum búin að vera hér í bráðum 2 ár. Og enn skrítnara hvað safnast af drasli að einni lítilli fjölskyldu!! Verið að vinna í að grisja það aðeins þannig að þetta verði ekki algjör martröð rétt í lokin.