þriðjudagur, apríl 24, 2007

ammæli og fleira fjör

Þá er það helst í fréttum að haldið var uppá afmæli heimilisföðurins á föstudag í síðustu viku - það var nú svosem raunar allt frekar low key enda hann ekki mikið fyrir veislur og vesen. En mæðgurnar tóku sig til og bökuðu þessar fínu brownies í tilefni dagsins og, skipulagðar að vanda, fóru þær í Central Africana bókabúðina í Old Town Mall og keyptu afmælisgjöf. Enduðu með field guide to tracks - KI fannst það hið besta mál að kaupa svona "fótsporafræðabók" því kallinn væri svo mikið fyrir að lesa svona allskonar "fræðir" og bætti svo við að ef honum þætti þetta leiðinlegt þá væri hún alveg til í að eiga bara bókina, því kannski ef hún ákvæði að verða ekki "artist eða swimming racer" þá myndi hún kannski bara verða fótsporafræðingur!

Annars urðum við vitni að undarlegum atburði fyrir utan PTC þegar við fórum að kaupa það sem vantaði í afmæliskökuna, en sem við mæðgur komum keyrandi uppað búðinni sjáum við að þar eru læti í gangi, tvær kellur, önnur í bleikri skyrtu og hin í bleiku pilsi, eru þarna í hávaða rifrildi og slagsmálum! Þær slógust einsog vitleysingar og öskruðu og æptu, starfsfólk og viðskiptavinir úr búðinni voru komnir þar útá stétt að reyna að hafa vit fyrir þeim, en svo endaði þetta þannig að önnur þeirra sat í götunni og háorgaði. Kristrúnu fannst þetta afar undarlegt, og vildi fá að vita yfir hverju þær hefðu verið að rífast og klikkti svo út með því að sú sem var að grenja hefði ekki átt sjens í þessum slagsmálum því hinn væri miklu "strangari" sem þýtt af Kristrúnísku útleggst sem sterkari. Svo hurfum við bara inní búðina og keyptum okkar smjörlíki og egg og dömurnar voru farnar þegar við komum út aftur.

Erum svo á leið til Johannesarborgar aftur núna á fimmtudaginn. Svenni þarf að fara í tékk hjá doktor Goldin og svo ætlum við að vera í helgarfríi í "menningunni". Það verður fínt, og svo náttúrlega voða gott að koma aftur hingað í sveitina.

What else is new - jú, það kom þessi svaka rigningardemba á laugardagskvöldið, aðeins til að minna mann á hvernig regntímabilið var nú. En þetta hlýtur nú að verða síðasta demban, reyndar eiginlega ekkert rignt núna lengi. Svo náttúrlega fréttir af tilvonandi gestum, en Hrönnsla guðmóðir ætlar að skella sér aftur hingað til Malawi (heillaðist af landi og þjóð sem vonlegt er) og taka Kristínu Jóhönnu með sér í þetta skiptið. Við hlökkum ógurlega til að fá þær hingað og Kristrún getur varla beðið að fá Kristínu guðsystur til sín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home