miðvikudagur, apríl 18, 2007

Mynd af tannlausum túkalli


Hér kemur mynd sem Hrönn guðmóðir tók af tannlausa túkallinum og vinkonu sem hún varð sér úti um í Chinteche þegar við stoppuðum þar á leiðinni heim að norðan. Ótrúlega vígalegar skvízur!!


Annars bara allt í góðu hér í hinu hlýja hjarta Afríku. Skólinn kominn á fullt og búið að vera mikið að gera, sund bæði á mánu- og þriðjudag og svo verður Key Stage One Splash n´Dash á morgun, en það er sundsýning þeirra litlu dýranna. Við foreldrarnir mætum náttúrlega til að sjá listir afsprengisins. Ballettinn kominn á fulla ferð og fyrsti tíminn í Christian Class í dag. Annars er barnið orðið svo vel að sér í kristnum fræðum eftir þessa tíma, og auðvitað allan Jesúbókarlesturinn með pabba sínum, að það er alveg ótrúlegt. Hún er meira að segja farin að leita að ritningargreinum í Biblíum á hótelum (á hótelinu í Mzuzu var það mikið atriði að finna John 3:16)!!


Verð svo að láta vita af hinu ágæta tímariti Börn og menning en 1. tbl. 2007 er nýkomið út og í því er meðal annars góðs efnis grein eftir "sjálfa mig" um barnæskuna í Malawi, skrýdd þessum líka fínu myndum sem við familían höfum tekið á okkar digitalmyndavél! Sum sé, allir útí bókabúð að fá sér eintak af blaðinu;)

3 Comments:

At 5:32 f.h., Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Börn og menning (sjá www.ibby.is) fæst ekki í bókabúðum þar sem það er költblað. Hafið samband við mig á netfangið bornogmenning@hotmail.com ef þið viljið kaupa eintak.

 
At 4:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

LITTLA ELSKAN er otrulega sæt svona tannlaus og þær reindar baðar

 
At 3:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Voða er Krillkötturinn krúttlegur í tannlausri útgáfu!!! En hvernig er þetta er verið að búa til einhvern "future" kfum og k klerk þarna í Afríkunni? Ekki líst nú frænkunni á það enda tekin á teppið í sumarbúðum fyrrnefndra samtaka fyrir að lita Jesúmyndirnar áberandi illa! Ekki að það sé ekki ágætt að vera vel að sér í hebreskum þjóðsögum, allt í góðu með að geta vitnað í viðeigandi ritningargrein á ögurstundu...hehehe! Kannski óþarfi að hafa áhyggjur af því að fjörkálfurinn breytist í andaktugan eldklerk...! Segi svo bara "bless'ya brother" svona í lokin og bið að heilsa blessuðum guðsmanninum honum Krillfreði!

 

Skrifa ummæli

<< Home