Chilembwe Day
Lífið gengur sinn vanagang hér í Lilongwe þessa dagana. Var löng helgi núna síðast, Chilembwe Day á mánudaginn, en Chilembwe þessi er einhverskonar frelsishetja þeirra Malavanna. Prýðir m.a. alla peningaseðla. Er svona fremur fornlegur að sjá enda sagði Kristrún þegar hún sá íslenskan peningaseðil með mynd af Jóni Sigurðssyni sl sumar: “Er John Chilembwe líka á Íslandi?”Ýmislegt baukað og baksað um helgina. Tekin smá rispa í verslunum, farið í Fashion Emporium Lilongweborgar, já já, hér er nú ýmislegt til ... en þetta er svona sú búð sem selur mest af fötum af búðunum í Indian Town og er ekki með neitt of mikið af öðru með, bara dálítið af hljómflutningstækjum aftast í búðinni og nokkur pottasett meðfram einum veggnum. En þarna var fjárfest í þessu fína dressi á frúna, höttum og ógurlegum loðjakka sem hægt verður að nota þegar farið verður á kaldari slóðir, já að ógleymdum þessum líka fínu glitskóm. Svenni liggur undir grun um að hafa farið þarna áður í njósnaferðir því hann var ískyggilega fljótur að tína til það sem virkaði! Kíktum svo aðeins í Pep stores sem eru svona einhver Suður Afrísk keðja, sá þessar búðir reyndar hvergi í Suður Afríku en þær eru sjálfsagt á svona afskekktari sveitastöðum;) En þar var hægt að fjárfesta í strandkjól handa Kristrúnu, ekki hægt að kvarta undan verðinu, kostaði 299 kwacha eða svona sirka 150 krónur. Á meðan á öllu þessu stóð kom þvílík hellidemba að það var einsog himnarnir væru að bresta .... þannig að við ákváðum að gera lokatilraun til að finna regnkápu á dótturina, en slíkt er nú ekki auðfundið hér í borg. EN það gekk loks, í þessari líka fínu barnafatabúð sem reyndist leynast þarna í einni af koppagötum Indian Town, segið svo að Lilongwe sé ekki full of surprises. Regnkápan er nú raunar frekar furðuleg flík, stutt og með hettu, ermarnar ógnarlangar en teknar saman með teygju þannig að það er svosem ekki til skaða, og úr einhverskonar bleiku gúmmíplasti, svolítið svona einsog plastpoki! Dugar samt í það sem þarf, þ.e. að unginn komist í og úr skóla og geti leikið sér í frímínútum þegar rigningarnar eru sem mestar.
Fórum svo út að borða með vinafólki á laugardagskvöldið, á nýjan stað sem er hér rétt hjá. Þar situr maður úti en undir stráþaki. Var bara alveg ágætt, nema hvað að við gleymdum moskítóspreyinu og það var ekki að sökum að spyrja, ég var gjörsamlega étin upp til agna af andsk flugunum.
Kristrún fór svo í afmæli til Alice vinkonu á mánudeginum. Það var svona stelpupartý, nema það var víst ekki hægt að losna við Sam litlabróður. Voða gaman hjá þeim, fóru í Crossroads í crazy golf og svo heim þarsem veitingarnar voru bornar fram í nýja tréhúsinu hennar Alice sem vægt til orða tekið er svakalegt flykki, væri hægt að hafa litla fjölskyldu þar full time!! Þetta var allt ógurlega gaman og verst bara að þurfa að láta sækja sig, sumum finnst foreldrarnir alltaf koma of snemma!!
2 Comments:
Já þið mæðgur verðið aldeilis fínar í afrísku tískufötunum ykkar hér á Íslandi næsta vetur :)
Hafið það sem best, Elín
Já, heldur að við verðum félegar í glitskóm og strandkjólum í snjó og krapi!!
Kv. S.
Skrifa ummæli
<< Home