miðvikudagur, október 04, 2006

Foreldraviðtal

Þá var það foreldraviðtal hjá Miss Thompson í dag. Það var afar ánægjulegt, fengum að vita að dóttirin er að standa sig ákaflega vel, gengur vel í lestri og reikningi og er bara almennt frábært barn. Einsog við auðvitað vissum!! Allt í lagi að monta sig smá af unganum. Fengum útskýringar á öllu þessu kerfi sem hún er búin að vera að segja okkur undan og ofan af, en þeim er sum sé skipt í hópa í lestri og reikningi, og það er gert m.v. getu en til að gera það ekki augljóst að sumir séu betri en aðrir og draga ekki úr þeim sem minna geta þá eru hópanir nefndir eftir litum, og Kristrún er í Red Group, em er sum sé besti hópurinn. Svo koma Blue Group One og Blue Group og svo Yellow Group. Eftir miðannarfríið sem byrjar eftir hádegi á föstudag og er í viku verður farið að herða róðurinn aðeins í lestrinum og þau fá erfiðari bækur heim og fleiri orð að spreyta sig á. Sem er fínt þó KI hafi alltaf núna komið heim með það sem kallast “Fun Readers” en það eru aukabækur sem eru erfiðari, smá saga í þeim eða rím eða eitthvað. Ekki það að manni finnast þær nú ekkert sérstaklega skemmtilegar svosem sjálfum – fær ekkert mikið útúr því að heyra sögur á borð við “jimpkin, jumpkin we´ll all have pumpkin” En það er misjafn smekkurinn;) Töluðum líka við PE kennarann sem lét vel af unganum, sagði hana vera topp íþróttanemanda og allt það. Svo maður monti sig nú meira þá var frauka valin “Musician of the Month of Septemer” og var heldur betur hreykin með það – sagðist vera sú eina sem væri búin að fá þá útnefningu tvisvar, en hún var Musician of the Month of March á síðasta skólaári!! Var svo ánægð með þetta að hún var alveg óðamála í bílnum á leiðinni heim “Mom please can we stay here another year, stay three years then I can get this in Reception, Standard One and Standard Two”!!!

Annars bara farið að hitna allverulega enda kominn október. Orðin vel rúmlega 30 stig í hádeginu og maður stundum alveg að leka niður af hita. Kom reyndar smá rigningarskúr á sunnudaginn, sem þýðir vonandi að regnið byrji fyrr en í fyrra. Væri ekki gott fyrir Malawana ef þetta væri einsog þá, ekkert nema þurrkar og hungursneyð.

4 Comments:

At 4:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl
Gaman að lesa frá ykkur pistlana og sjá myndirnar.
Góða ferð til Zimbabwe!

bestu kveðjur
eydís

 
At 10:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við viljum ferðasöguna um leið og þið komið til baka. Já og fleiri svona góðar myndir :) Endalaus heimtufrekja!!!

 
At 9:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir afæmliskveðjuna kveðja eg

 
At 2:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir kveðjuna í gestabókina okkar.

Októberhitastigið hér er ekki alveg jafn huggulegt og hjá ykkur. Skvísan sefur nú úti í vagni í eins stigs frosti, í mörgum lögum af ull og flísi, í dúnpoka og ég veit ekki hverju.

Hafið það gott og til hamingju með frammistöðu ungans.

Kveðja
Guðný og Ásdís Eva
gudnyeva@torg.is

 

Skrifa ummæli

<< Home