Kristrún kúasmali
Þá erum við komin heim úr enn einni ferðinni suður til Apaflóa. Þar var allt í góðum gír einsog við var að búast. Farið að hlýna ansi mikið, þó ekki orðið óþægilega heitt ennþá. Tíminn á laugardeginum aðeins nýttur í sólböð, þó allavega húsfrúnni þyki það ekki skemmtileg iðja. En ekki dugar að vera snjóhvítur í öllum hitanum – fröken Kristrúnu þykir það slæmt að móðir hennar sé of hvít og leggur hart að henni að brúnka sig nú smá. En það var mikil aksjón í gangi hjá frökeninni allan tímann. Var úti á strönd gjörsamlega allan daginn bæði föstu- og laugardag, enda var það þreyttur ungur einstaklingur sem lagðist til svefns bæði kvöldin. Ströndin, og Chiromboþorp einsog það leggur sig, eru endalaus uppspretta alskyns leikja og starfsemi. Verið að byggja sandkastala, þykjast elda nsima í flæðarmálinu, fara í vatnið að busla, fá sér far á eintrjáningi og fara þar að stýra aðgerðum, klifra í trjám, tína sítrónur, skreppa út í Cape að spjalla við garðyrkjumanninn, halda hoppukeppni af stallinum á lóðinni yfir á ströndina, reka kusur út ströndina og ..... Nýjasta aktívitetið var sum sé að Kristrún gerðist kúasmali – seinnipartinn á laugardag fór ógurlegur flokkur af kusum röltandi út ströndina og nokkrir litlir kúasmalar fylgdu þeim eftir. KI leist nú ekki á blikuna til að byrja með en var fljótlega komin í málið, farin að leggja kúasmölunum lið og skondraði með þeim heillanga leið eftir ströndinni. Kom sátt og sæl til baka, grútskítug og öll í sóti, en það hafði henni tekist að næla sér í einhversstaðar á leiðinni!Svo er það bara rútínan hér í Lilongwe út vikuna – gerum jafnvel ráð fyrir að skreppa aftur suðureftir um næstu helgi. Og svo erum við farin að undirbúa ferð til Zimbabwe, en þangað ætlum við í október í miðannarfríinu í skólanum.
2 Comments:
litist betur á að hún legði fyrir sig kúasmlum, en hitt ágætt í bili kveðja eg
meinti að sjalfsögðu að litist betur á að legði fyrir sig hrossasmölun, kveðja aftur eg
Skrifa ummæli
<< Home