Fyrsti dagurinn í Standard One
Þá er fyrsti skóladagurinn búinn. Ægilega spennandi að byrja aftur og hitta alla krakkana. Nýr kennari þetta árið, Miss Thompson, sem er afar skelegg stúlka frá norður Írlandi. Flestir krakkarnir í bekknum þau sömu og í fyrra. Einhver ný og örfáir sem voru settir í aðra bekki. Kristrún að sjálfsögðu strax í essinu sínu, og var farin að stjaka foreldrunum í burtu, "þurfið þið ekki að fara að drífa ykkur" og "það er komið line-up nú megið þið fara"!! Svo byrjar leikfimin á morgun, það var nú alltaf mikið uppáhald, og ekki var verra að þær fréttir komu að þau mættu mæta með einn bangsa með sér á morgun og hafa "teddy-bear picnic". Svo voru frímínúturnar náttúrlega alltof stuttar, maður hafði varla tíma til að borða snakkið sitt hvað þá að leika eitthvað af viti! Sum sé, allt fór vel fram og allir glaðir og ánægðir.Kveðja frá skólastelpunni og foreldrum hennar
8 Comments:
Flott hvað Kristrún er ánægð í skólanum. Það verður svolítið skrítið fyrir hana að koma heim í íslensku skólamenninguna, ekki alveg jafn mikil formfesta og í alþjóðaskólanum!!!
Takk fyrir skemmtilega pistla, svona á þetta að vera :)
Kær kveðja til Afríku - Elín
Já, ég hef einmitt verið að spá í þetta með íslensku skólamenninguna Þetta nefnilega hentar KI mjög vel þarna í Bishop Mackenzie, formfestan alveg passlega mikil og vel passað uppá allt og alla. Af hverju er ekki grundvöllur á Ísl fyrir alþjóðlegan skóla? Eigum við að stofna einn? eða er hann kannski til án þess að maður viti?
Kveðjur á Hringbrautina, S.
Hann er kominn á laggirnar, svolítið smár í sniðum og fokdýr. Held að hann sé ennþá tengdur Víkurskóla en einhver spurning um flutning í Grafarvoginn. Vandinn fyrir "innlendu" börnin í Alþjóðaskólum er að það er svo mikið rót á þessum börnum, allir að koma og fara. Spurning að stofna góðan íslenskan skóla með alþjóðaskólasniði!!!! Ég held að það væri ekki vitlaus hugmynd. :)
Þetta er rétt, þ.e. með innlendu börnin í alþjóðaskólanum ... en líst vel á hugmyndina hina, pælum í því - veitir nokkuð af smá nýjum/gömlum straumum í íslenskan grunnskóla? Meiri aga og svona, virðingu fyrir kennurum etc
S.
Já og bara meiri reglu á hlutunum. En fullt af skemmtilegum verkefnu og passa að allir séu að reyna við þolmörkin í getunni :) Ekkert miðjumoð!!!! Ég held að við ættum að skoða þetta af mikilli alvöru!!
Takk fyrir síðast Sissa!
Mér líst annars ljómandi á þessar hugmyndir ykkar ;)
Takk sömuleiðis Þórdís, er strax farin að hlakka til að endurtaka þetta - annaðhvort í sumarhýsi þínu, nú eða nýja húsinu mínu við sama vatn! Já, hvernig vær að þú yrðir bara með okkur Ellu í kompaníi um flottan nýjan skóla?!
Ég hætti við sumarhúsið eftir þjark og lögfræðimál - þú trompaðir það líka alveg með nýja húsinu þínu ;)
Skrifa ummæli
<< Home