Regn og maurar
Þá er það næsti skammtur af fréttum héðan úr hinu regnvota hjarta Afríku, en regnið tók loks kipp núna þegar regntímabilinu ætti í raun og réttu alveg að vera að ljúka. Raunar sólskin og bara örfáir skúrir í dag, en að öðru leyti búið að rigna nær stanslaust síðan á föstudaginn í síðustu viku. Við keyrðum heim frá Monkey Bay á sunnudaginn og lentum í svo mikilli rigningu að við sáum ekki útúr augum. Hér í Lilongwe hefur rignt það mikið að Lilongwe áin sem hefur bara verið þurr árfarvegur frá því við komum í júní sl er nú orðin að beljandi stórfljóti. Brú á leiðinni milli Mangochi og Monkey Bay gaf sig í látunum og þurfti um tíma að ferja fólk á milli, sjúkrabílinn frá Monkey Bay gat keyrt að brúnni, þar þurfti að flytja sjúklingana yfir og í annan bíl sem beið hinumegin. Sömu sögu var að segja af rútum og mínibússum!Annars verður maður að standa sig í stykkinu að segja “skerí” sögur og þá kemur þessi: á mánudagskvöld verðum við allt í einu vör við það að eitt hornið í stofunni hjá okkur er orðið eitthvað einkennilegt. Við nánari skoðun kom í ljós að mauraherdeild hafði gert innrás, í gegnum þakplöturnar, og var í óða önn að koma sér vel fyrir þarna hjá okkur. Loftið á smá svæði gjörsamlega iðaði og hillurnar sem við létum setja upp í skotinu við arininn voru vel þéttsetnar af þessum iðnu verum. Nú það voru góð ráð dýr því klukkan var orðin níu og allar verslanir hér í borg löngu lokaðar og við áttum ekkert eitur. Heimilisfaðirinn stýrði aðgerðum einsog honum er einum lagið, allt tekið úr hillum og hrist og skakið þannig að engum maur væri líft, sjóðandi vatni hellt yfir allt, sápublönduðu vatni svo sprayað á herlegheitin. Ekki dugði það fullkomlega þannig að þá var ryksugan tekin upp og heilu mauraþjóðflokkarnir sognir upp í hana. Að lokum var svo borinn sterkur sápulögur á loftplöturnar og virtust kvikindin þá að mestu gefast upp. Nú daginn eftir var farið og keypt eitur og Alex garðyrkjumaður sendur upp á loft. Þá vildi nú ekki betur til en svo að hann náði að brjóta loftplötur í herbergi heimasætunnar!! Mikið á sig lagt í mauravörnum. En hann og Ronaldo, vörðurinn okkar, náðu að eitra þarna uppi þannig að vonandi verður þetta til friðs í einhvern tíma. Svenni fór svo í það að gera við loftplötuna, verk sem ég hefði afskrifað sem vonlaust mál. En ... hann hamaðist við þetta allan daginn og viti menn ... loftplatan einsog ný .... ótrúlegt hvað sumt fólk getur gert, og það við engar aðstæður og varla verkfæri. Maður verður nú aðeins að hrósa karlinum ráðagóða!
Í öðrum fréttum er svo að Bishop Mackenzie stóð fyrir Swimming gala fyrir yngri bekkina í Primary og Reception börnin performeruðu fyrir foreldrana núna í morgun. Voða gaman að fylgjast með þeim litlu lúsunum að hamast í vatninu að synda og leika sér. KI stóð sig bara vel, vantar aðeins herslumuninn hjá henni. En þau eru í sundtímum einu sinni í viku núna meðan er hlýtt ... þykir ekki við hæfi að þau séu í sundi á malavískum vetri!! Manni finnst það nú hlægilegt en svona er það samt. Svo kannski reynir maður að koma unganum á sundnámskeið hjá KR á íslensku sumri ... ssem er auðvitað mun kaldara en malavískur vetur! Þessu húllumhæi lauk svo í stofunni þeirra þar sem þau hjálpuðust að við að baka pönnukökur. KI að sjálfsögðu fremst í flokki og þurfti að hafa hönd í bagga með öllu. Svo mjög að foreldrarnir voru farnir aðeins að flissa, sem henni þótti ekki gott mál, ekki eftirá allavega og kvartaði yfir því að fólkið hefði hlegið þegar hún var að tala og það væri ekki fallegt. Við gerðum gott úr málinu með því að segja henni að það væri nú ekki slæmt að vera fyndinn, hún væri nú sjálf alltaf að segja brandara til að koma fólki til að hlæja!!!
Nóg af okkur í bili ....
4 Comments:
Gaman að heyra sögurnar frá Afríku! Við viljum fá meira að heyra :o) Kv. Elín
You have an outstanding good and well structured site. I enjoyed browsing through it How to fuck sluts hardcore finishing touch hair removal
Wonderful and informative web site. I used information from that site its great. Isuzu dealer arizona Diazepam strenghts information uk vitamin Vitamin a and autism Freeware input dxf viewer cad Lamont bentley killed in car crash Rosehip vitamin c
Very nice site! » » »
Skrifa ummæli
<< Home