föstudagur, nóvember 18, 2005

Af skólamálum barnanna

Jæja, það er annaðhvort í ökkla eða eyra, nú eru bara settar inn fréttir dag eftir dag! Maður á kannski bara eftir að standa sig í þessu bloggstússi.

En þá er skólinn búinn hjá börnum starfsfólksins og er það okkur mikil gleði að Junior náði öllum prófum, þau náðu öll þrjú enskuprófinu, en Serbina og Joe þurfa að taka sig á í stærðfræðinni. Tekið verður á því máli strax eftir áramótin þegar ný önn hefst. Þá bætist væntanlega stærðfræðin við í "Ronaldo School" en skólinn sá hefur fram að þessu einbeitt sér að enskukennslu!

Í tilefni þess að skólinn er búinn ætlar hún Flora okkar að skella sér með Mary systur sinni og strákunum yfir til Nkhata Bay og dvelja þar hjá mömmu sinni í nokkra daga. Strákarnir verða svo eftir í þorpinu hjá ömmu sinni og koma ekkert til höfuðborgarinnar aftur fyrr en í janúar.

Þá er hinni ágætu Malawi week lokið í skólanum hjá Kristrúnu. Búið að vera mikið fjör og margt að gerast. Ekki þótti henni leiðinlegt að fara í "alþjóðlega skrúðgöngu" í gær og marsera þar með Imbu, Indriða og Þuru undir íslenska fánanum. Mikill heiður fyrir stubbinn að vera þarna með stóru krökkunum og fá að leiða Þuru sína. Íslensku pönnukökurnar hennar Floru vöktu líka mikla lukku hjá bekkjarfélögunum þannig að þetta fór allt einsog best varð á kosið. Eftir hádegið fór hún svo að heimsækja Janie vin sinn og það var alveg "ótrúlega skemmtilegt" að hennar sögn, þau sulluðu í lítilli sundlaug, hoppuðu á trampolíni og svo sáu barnfóstrurnar um að skemmta þeim með blöðrum og guð veit hverju. Ekki amalegur dagur þetta.

4 Comments:

At 2:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, takk fyrir fréttirnar. Þrátt fyrir hremmingarsögur verð ég að viðurkenna að það hefur verið gaman að lesa. Líst vel á að þið séuð farin að bæta við myndum - endilega gerið meira af því!

Bestu kveðjur
Eydís

 
At 4:17 f.h., Blogger Sigfríður said...

Maður verður nú að reyna að skemmta sjálfum sér og öðrum með sögum af hremmingunum hér! Reynum að vinna meira í þessu með myndirnar, þarf að finna útúr einhverjum svona myndasíðum og dæla smá inn.

 
At 3:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ.
Þetta hafa nú aldeilis verið góðir dagar hjá skvísunni litlu, sem enduðu á skrúðgöngu og veisluhöldum. Gaman að pönnukökurnar skyldu hitta í mark.
Bestu kveðjur
Svana

 
At 9:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það vex allt mjög vel í Kópavogi, hvort sem er í vesturbæ eða austur.

Hlakka til að sjá ykkur í sumar

 

Skrifa ummæli

<< Home