Komin aftur til Malawi
Komum heilu og höldnu til Malawi í síðustu viku, eftir fyrirframákveðið stopp í London og óvænt stopp í Jóhannesarborg. Vélin til Lilongwe var farin loks þegar við lentum í Jóhannesarborg og við gistum því þar í góður yfirlæti í boði South African Airways. Höfðum það hörkufínt, slöppuðum af og náðum okkur eftir langt ferðalag, borðuðum heil óskup, veitingastaðurinn á hótelinu alveg frábær og varð þeim feðginum að orði: hvernig ætli kvöldmaturinn verði ef þetta er hádegismatur!Allt við það sama í Malawi. Búið að vera mjög kalt þennan veturinn og er frekar svalt ennþá. Þó farið að hlýna verulega yfir miðjan daginn. Jörðin sviðin vegna þurrka, en regnið hætti í byrjun apríl. Malawar aftur teknir til við að kveikja bál hvar sem þeir fara, tókum eftir þessu þegar við komum fyrst í fyrra og fannst skrítið, en þetta er sum sé iðja sem þeir stunda þegar kaldast er.
Nóg í bili, kveðja frá okkur í Lilongwe
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home