Malavískir páskar
Þá eru páskarnir búnir. Ekki það að maður hafi orðið var við mikinn páskafílíng hér í hinu hlýja hjarta Afríku! En það tókst þó að verða sér úti um eitthvað sem líkist páskaeggjum handa dótturinni. Hún var óskup ánægð með þetta, át nú svosem minnst af þessu raunar ... en er það ekki vaninn með páskaegg. Aðalmálið var að fá að gefa vinum sínum í garðinum með sér af herlegheitunum.Við fengum svo góða gesti á laugardeginum, en þá komu þær Berglind og Björg, læknanemar sem dvalið hafa við rannsóknir í Monkey Bay í 5 vikur, til Lilongwe á leið til Íslands og gistu hjá okkur. Við ákváðum fyrst við værum að fá gesti þetta kvöld að flýta páskamatnum og hafa hann á laugardagskvöld, sem raunar var hið besta mál því það var allt rafmagnslaust á sunnudeginum og ekkert hægt að elda! Við fórum því á Likuni markaðinn (sem er þekktur fyrir að valda gestum lystarleysi!!) til að kaupa grænmeti og fengum þar hauga af þessum fínu sætu kartöflum og ýmislegt fleira gott. Máltíðin var í alla staði fín, meira að segja “kjöt í matinn í mínu húsi” einsog dóttirin segir!
Annars var allt tíðindalítið um páskana, við bara skruppum í eina dagsferð aðeins norðurfyrir en vorum að öðru leyti í Lilongwe. Skutluðumst fram og til baka á flugvöllin að skila fólki og sækja, og svo var aðeins unnið.
Nú er svo skólinn aftur kominn á fullan skrið og félagslífið hjá unganum. “Playdate” uppá hvern dag annaðhvort hjá vinum eða vinir að koma hingað. Vantar sko ekki fjörið hjá ungviðinu í Lilongweborg.
5 Comments:
Alltaf gaman að fá fréttir frá Afríku! Gott að heyra hvað páskarnir voru notalegir - en nú langar mig mikið að sjá þennan fína markað hjá ykkur! Markaðir geta verið æði skrautlegir...
Hafið það sem allra best!!
Steinunn Wilhelmssystir: Fyndið hvað heimurinn er lítill. Berglind Eik er góð vinkona mín!
That's a great story. Waiting for more. »
Very nice site! » » »
Keep up the good work » » »
Skrifa ummæli
<< Home