fimmtudagur, apríl 06, 2006

Musician of the Month (of March)

Jæja, einsog alltaf þá er fréttaflutningur hér ekkert til vandræða tíður. Fólk þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að við tyggjum ofaní það allar upplýsingar um fótaferð og hádegisverði fjölskyldunnar, hehehe.

En allavega, þá var önn 2 í Bishop Mackenzie lokið þann 24. mars síðastliðinn. KI kom í þeirri viku heim með þetta líka fína heiðursskjal um að hún hefði verið valin “Musician of the Month” í tónlistinni. Foreldrarnir voða stoltir af unganum, en skilja svosem ekkert hvaðan hún hefur þetta því ekki eru þau svo sérlega músíkölsk. Hún var sjálf ansi ánægð með þetta, en hafði það helst um málið að segja að “I had to stand up and shake Mr. Allen´s hand”.

Tveggja vikna skólafríi er svo að verða lokið. Maður skilur raunar ekkert í því að þeir hafi ekki skipulagt þetta þannig að páskafríið félli inn í þetta frí, en þau byrja sum sé í skólanum núna á mánudaginn og verða svo í páskafríi á föstu- og mánudag. Enginn íslenskur lúxus hér með frí á skírdag.

Við notuðum svo tækifærið og fórum í vinnuferð í þessu hléi. Fyrst til Monkey Bay að sjálfsögðu þar sem ég var með fundi. Notuðum svo helgina í að kíkja á Blantyre, en við höfðum aldrei gefið okkur tíma fyrr til að kíkja á þessa aðalborg þeirra Malava. Mér varð nú að orði við Svenna, sennilega er maður búinn að vera of lengi í Malawi, þegar manni finnst Blantyre vera “the hight of civilization” – leið svolítið einsog fyrirsætunni sem ég las einu sinni viðtal við sem sagði “I know I´ve been in the Midwest too long when Liz Claiborne starts looking good to me”. Well well, maður er bara í þessu núna og þarf svosem ekkert að kvarta. En það verður áhugaverð félagsleg stúdía að koma til vesturlanda aftur eftir árið og sjá hvernig það fer með mann að sjá alla ofgnóttina. Svenna meira að segja fannst óþægilegt að fara í Chinchiri Mall í Blantyre, en það er ekki einsog það sé eitthvað mega, en samt svona í áttina með stórri Shoprite, þónokkrum búðum og veitingastöðum. Þannig að sennilega verður bara best að parkera honum í hesthúsinu og upp í sveit meðan ég spranga um í neysluhöllunum.

Næsta stopp var svo háskólabærinn Zomba, sem var höfuðborg hér til 1974 og aðsetur þingsins til 1994. Þar átti ég fundi með fólki í Chancellor College, sem er hluti af University of Malawi, og rannsóknastofnunum því tengdu. Virkilega gaman og vonandi að eitthvað gott geti komið útúr þessu. Við fórum svo uppá Zomba Platau, sem er alveg yndislega fallegt, og dásamlegt úsýni yfir allt. Verst að fólksfjöldinn hér er svo gífurlegur, og allir þurfa eldivið, þannig að jafnvel inni í þjóðgarðinum var fólk um allt að höggva sér í eldinn og maður getur séð hvernig hlíðarnar eru farnar að skríða fram á stöku stað vegna skógarhöggsins. Maður verður verulega miður sín yfir þessu, og vonar til að eitthvað verði hægt að gera til að stemma stigu við þessu öllu saman.

Látum nægja í bili, meira síðar – við í area 10

4 Comments:

At 6:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, sennilega er þetta eins og með íslensku Atlanta-fluffurnar í Jeddah. Þegar þær voru farnar að hugleiða að kaupa sér fallegri abaju sögðu mekkarnir: "heyrðu elskan, nú ert þú búin að vera aðeins of lengi hérna og ættir bara að drífa þig heim í frí! " : ) Hlakka til að fá þig heim og fara að spranga með ykkur Krill-kettinum um Mammons-hýsi þessa lands... ; ) Ástarkveðja þín Hólla.

 
At 3:53 e.h., Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Howdy.
Gaman að frétta af ykkur.
Bestu kveðjur.

 
At 6:18 e.h., Blogger Elín Eiríksdóttir said...

Alltaf gaman að lesa póstana frá þér! Hlakka til að sjá þig og ykkur öll á Íslandi - vertu dugleg að skrifa þangað til!

Kær kveðja!

 
At 11:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Very cool design! Useful information. Go on! Shoes carnival shoes store Mesotherapy safe herbal tamiflu http://www.valium-2.info/Deliverydiazepaminternational.html

 

Skrifa ummæli

<< Home