Músastríðin miklu við Apaflóa
Erum komin til Apaflóa, búin að vera síðan á föstudag. Hér allt með kyrrum kjörum, óvenju kalt raunar. En maður bara nýtur þess á meðan er og tekst svo á við 40 stiga hitann þegar þar að kemur!Annars er það helst að frétta úr Strandkoti að þar geysa mikil músastríð. Urðum vör þar við pattaralegar mýslur sem stukku um og skemmtu sér, svo mjög að þær voru komnar alveg uppá rúmstokk til okkar, þá var nú gott að vera með moskítónetin, þó þau séu að sjálfsögðu ætluð til að halda heldur minni kvikindum úti! En við fórum í leiðangur og keyptum bleikt músanammi sem á víst að vera litið hollt fyrir mýslur, og eina gildru sem við fundum á markaðnum, en sú kom nú að litlum notum, mýslur bara átu úr henni og stukku á brott;) Þannig að músastríðin halda áfram og ekki spurt fyrr en að leikslokum. Svo eru vinir okkar íkornarnir búnir að hreiðra um sig aftur í stráþakinu, engar leðurblökur svo við vitum, þær hafa verið meira fyrir að vera undir járnþakinu í næsta húsi.
Kristrún og Liefa héldu svo andakt við hvíta húsið og hugsuðu til fyrrum íbúa þar. Þær urðu báðar hálf miður sín þær sakna fjölskyldunnar svo mjög. Kristrún kom hlaupandi yfir í strandkot og sagði frá þessu og sagðist sakna Ragnhildar, Skarphéðins og krakkanna svo mjög að hún fengi bara tár í augun .... og Liefa líka!
Nóg í bili, íbúarnir við Apaflóa
2 Comments:
Sælar! Eru engar kisur á svæðinu til að nota í stríðinu gegn músunum? Það gagnaðist ágætlega í stríði gegn rottum í Jakarta :o)
Heyrumst kátar! Elín
Merkilegt nokk, þá sér maður aldrei ketti í Chirombo og Monkey Bay, bara grindhoraða hunda - en þetta væri nú kannski ráð, að fá lánaðan einsog einn kött einhversstaðar!
Skrifa ummæli
<< Home