mánudagur, ágúst 14, 2006

Blantyre og bílpróf

Eftir viku í sveitasælunni í Monkey Bay drifum við okkur í það sem Malawi kemst næst borgarmenningu, þ.e. til Blantyre. Höfðum það fínt, fórum í mallið og keyptum bækur, skoðuðum timburfyrirtæki og húsgagnaframleiðslur og röltum aðeins um í bænum. Náðum að kaupa einsog einn spegil á markaðnum og skálar úr einhverjum afar sérstökum við. Eða okkur var allavega sagt að þetta væri mjög flottur og fínn viður .... en maður á náttla ekki að trúa öllu sem þessir "seljukallar" segja ... enda gerum við það svosem ekkert! En skálarnar voru fínar. Fullt af túristum í Blantyre, hvítingjar á hverju strái, þannig, allavega miðað við Malawi. Keyrðum svo aðra leið heim en vanalega, vorum orðin létt stressuð á tímabili að við hefðum villst en svo var nú ekki.

Þegar heim kom var allt með kyrrum kjörum, á sunnudaginn kom Alex garðyrkjumaður svo til okkar með pappíra undir hendini sem sýndu að hann er búinn að ná bílprófinu sem hann hefur verið að læra undir. Við vorum afar ánægð með það að þetta skyldi hafa tekist hjá honum, svo er bara eftir að fara með honum í skólann og þaðan til Road Traffic til að fá skírteinið endalega afhent. Vonandi getur hann svo nýtt sér þetta eitthvað, kannski einhverntíman fengið vinnu við að keyra eitthvað af þessum eiturspúandi bílskrímslum sem hér fara um göturnar -- vonandi þó að ef af því verður að farartækið verði með bremsur og kannski tryggt.

Annars er skólinn hjá Kristrúnu að fara að byrja á morgun, fyrsti dagurinn í Standard One. Alice vinkona komin frá Bretlandi og þær farnar að leika saman, voða fjör í gær hjá þeim með naggrísina hennar Alicar þá Ollie og Mollie og nýjasta fjölskyldumeðliminn í naggrísafjölskyldunni. Þær þvældu með þau í körfum og bjuggu til heimili fyrir þá.

Segjum skólafréttir á morgun ....
við í Lilongwe

2 Comments:

At 7:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Very nice site! » » »

 
At 3:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! body kits toyota celica Download music onto mp3 players Pornstar evelyn lory Dr denese skin care Goku and sailor moon hentai

 

Skrifa ummæli

<< Home