mánudagur, ágúst 21, 2006

The quest for money ....

Smá sögur af sérmalavískum vandamálum. En stór hluti laugardagsins fór í það að reyna að ná út peningum úr bönkum og hraðbönkum - með engum árangri! Farið í National Bank til að reyna að taka útá kreditkort, þar var maður settur í þriðju gráðu yfirheyrslu um hvað maður væri nú að gera hér og ætlaði að vera lengi og guð veit hvað, passinn grandskoðaður og loks tilkynnt að þeir gætu af manngæsku sinni leyft þessa transaksjón ef greiddur væri kostnaður auk 3% kommissjónar af úttekinni upphæð. Þetta fannst okkur keyra um þverbak og sögðum bara nei. Reyndum svo alla mögulega hraðbanka og alltaf kom neitun – maður við það að fljúga uppúr þakinu af pirringi ... sérstaklega afþví að í bankanum var okkur ráðlagt að vera ekki að þessu veseni og taka bara útúr hraðbanka!

Annars það helst í fréttum að fröken KI fór í klippingu á fínustu stofu Lilongweborgar hjá aðal klippimanninum, en samt .... hárið allt skakt og mamman, sem er nú ekki sú liðtækasta með skærin, varð að laga það allt þegar heim kom. En voða gaman á hárgreiðslustofunni, fékk hárþvott og svona einsog fín frú og var voða lukkuleg með þetta allt. Þar hittum við líka íþróttakennarann úr skólanum sem var þarna í hand-og fótsnyrtingu með dætrum sínum sem eru á aldur við KI. Þetta fannst minni nú sniðugt og lagði á það mikla áherslu að hún fengi að fara í svona handasnyrtingu áður en langt um liði! Þannig að við mæðgur verðum bara að drífa okkur í svona “mother-daughter” dæmi fljótlega þarna á snyrtistofunni. Vorum svo með fólk í mat á laugardagskvöldið þannig að þegar maður var búinn að róa sig niður eftir vesenið við það að vera fórnarlamb malavísks samsæris um að láta mann nú fara að spara og taka ekki út pening, þá var það eldamennska sem beið.

Drifum okkur svo til Dedza á sunnudeginum, fengum okkur kaffi og kíktum á Mpira bræðurna sem eru núna komnir með stærri og betri “búð/sýningarsal” fyrir útskurðinn sinn. Komumst að því að þeir lærðu í Mua hjá Father Bouchée og fluttu sig svo þarna yfir til Dedza. Greinilega ýmislegt gott að koma útúr þessu brölti þarna hjáa kaþólikkunum í Mua.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home