miðvikudagur, september 13, 2006

Lilongwelíf

Þá eru það smá uppdateringar héðan úr hinu hlýja hjarta …. Allt verið með kyrrum kjörum síðan síðast. Bara rólegheit í gangi, vorum heima alla síðustu helgi, skruppum í skólann hennar Kristrúnar á laugardaginn að skoða árlega sýningu hjá Lilongwe Agricultural Society. Það var fínt, voða flottar blómaskreytingar gerðar útfrá allskyns þemum, og svo grænmeti og ávextir. Maður hafði nú ekki alveg vit á þessu með grænmetið og ávextina, þ.e. hverjir ættu skilið að vinna og hverjir ekki, en mér varð nú að orði að allavega gulræturnar hans Alex væru flottari en þær sem þarna voru til sýnis! Við ættum kannski bara að skrá karlinn í félagið. Fórum svo í gönguferð á laugardaginn, bara hring í hverfinu okkar, niður að “damminum” sem er rétt hjá okkur og þar uppum allt, og hittum þá fullt af mönnum sem voru að setja mold á eldgamlan vörubíl. Svenni tók sig til og fékk þá til að koma með eitt bílhlass í garðinn til okkar, og svo strax á eftir að fara og sækja tóbaksmulning sem verður dreift á grasið. Þetta gekk allt eftir, þeim hlýtur að hafa fundist borgunin nóg því þeir komu brunandi með þetta löngu á undan áætlun. Þannig að nú er búið að dreifa mold í beð og slíkt þar sem þess þurfti, og þar að auki búið að fara fram smá skógarhögg, og lítur garðurinn mun betur út á eftir.

Svo er félagslífið hjá Kristrúnu allt að komast í full swing. Ballettinn hjá Mrs. Leslie að byrja í næstu viku, myndlistartímarnir á fimmtudögum, Christian Class byrjaði í gær – með miklu fjöri og skemmtilegheitum. Og svo kemur frökenin úr þessum tímum full af speki einsog “Mom, did you know that God is invisible, but he leaves his footprints everywhere, he is like the wind, you can´t see him but you can feel him.” Jamm, aldeilis speki. Heimaverkefnin í skólanum alltaf að aukast. Lestur á hverjum degi og ægilegar æfingar með að klippa út orð og búa til sínar eigin setniningar. Svo eru það prójektin, sem feðginin fara í saman, móðirin alltof föndurfælin til að standa í slíku, en eina vikuna var það að byggja hús, og núna síðast að búa til hljóðfæri.

2 Comments:

At 6:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra frá ykkur, alltaf svo gaman að lesa póstinn frá þér. Skólaskrifin vekja alltaf upp sömu hugsanirnar hjá mér um hvað það er mikið metnaðarleysi í of mörgum skólastofum í íslenskum skólum... tökum þá umræðu í góðu tómi!

Njótið lífsins, Elín

 
At 2:34 f.h., Blogger Sigfríður said...

Já, við tökum þessa umræðu traustum tökum einhvern daginn! Af nægu að taka

hafðu það gott og skemmtu þér í skólanum! Sissa

 

Skrifa ummæli

<< Home