þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Catch 22

Ekki hefur það nú gengið "félega" að verða sér úti um pening ... náði þó að taka út 20.000 kwacha í gær í öðrum banka en vanalega, en svo ekki söguna meir. Reyndum aftur í dag og ekkert gekk. Í þetta sinn var það hraðbankinn sem var í ólagi, sá sem var á undan mér fékk heldur engang pening! En, maður berst hinni hetjulegu baráttu og heldur áfram!!! Verst að þetta þýðir að maður getur ekki borgað símareikninginn, fær í fyrsta lagi engan pening, og svo tekur það marga daga að hamstra fyrir honum í hraðbönkunum;) Þannig að það er auðvitað búið að loka símanum ... another day in the life .... Náði þó að borga rafmagnsreikninginn í gær, verst af öllu er þegar þeir aftengja rafmagnið hjá manni afþví maður hefur ekki borgað reikninga sem aldrei bárust. En hér á maður svosem að vita að maður fer bara og borgar hvort sem maður hefur fengið reikning eða ekki, þeir koma bara eftir dúk og disk.

Annars er núna verið að setja upp hjá okkur rafmagnsgirðingu ofan á hina stóru háu girðinguna til að halda nú úti óæskilegum einstaklingum sem koma í skjóli nætur. Við svosem fengið okkar skerf af því þó þeir hafi aldrei komist inn í húsið. Kristrún hefur mikinn áhuga á þessu verki, spáir mikið í þessa "ströngla" einsog hún kallar það sem verið er að setja ofaná girðinguna, og fannst merkilegt að þetta virkaði svipað og hestagirðingar sem hún hefur séð á Íslandi. Vonandi svo að þetta haldi þeim úti sem það á að halda úti. Maður getur allavega ekki séð að neinn nema fuglinn fljúgandi ætti að komast yfir þetta með góðu móti.

3 Comments:

At 7:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eru ríku bleiknefjar bara auralausir í Afríku? Ekki líst mér vel á það að skipulagsfíkillinni Sissa eigi ógreidda símareikninga. En rafmagnsreikingurinn er auðvitað í forgangi!!

Gott að heyra svona oft í ykkur :)

 
At 1:09 e.h., Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Mér líst nú ekkert á að þurfa að vernda sig með rafmagnsgirðingu. Verða það ekki bara tvíhleypur næst?

 
At 11:00 e.h., Blogger Sigfríður said...

Jamm, bleiknefjar alveg blankir, bankarnir neita bara og neita að taka öll fínu gullkortin sem maður fékk sér á landinu kalda!! Og já, Þórdís, það er nú ekki gott þetta með rafmagnsgirðingarnar, en svona er þetta hér, annaðhvort rafmagn, rúllaður gaddavír eða glerbrot. Samt enginn að vernda sig með tvíhleypum ennþá, en óboðnu gestirnir koma með gamla rússneska riffla með sér ....

 

Skrifa ummæli

<< Home