mánudagur, september 25, 2006

Meira af dýralífi ....

Þá eru það frekari fréttir af dýralífi í Strandkoti ... en þar dvöldum við frá föstudegi fram á sunnudag. Á föstudagskvöld flatmöguðum við fjölskyldan í sófanum og höfðum það gott þegar eitthvað einkennilegt þrusk heyrðist allt í einu. Og það kom ekki af gólfinu í þetta sinn ... nei nú var það lítill og krúttlegur íkorni sem prílaði um í þaksperrunum, ferðaðist fram og til baka alveg rétt uppvið stráþakið. Þetta var nú svosem bara allt í lagi að hafa greyið þarna, þó okkur brygði við svona fyrst. En fram að þessu hafa íkornanir látið sér nægja að halda hlaupkeppnir sínar í rýminu á milli loftsins í svefnherberginu og þaksins. En í þetta skiptið var þetta eintak komið inn í stofu þar sem ekkert falskt loft er! Ekki spurðist svo meira til íkornans yfir helgina, sennilega hefur honum leiðst þarna greyinu og farið að hitta vini sína sem hafa haldið sig einhversstaðar annarsstaðar. En á sunnudagsmorgni þegar húsmóðirin trítlaði fram og ætlaði að fara að hita kaffi, brá henni heldur í brún þegar hún gekk framá smádýr nokkuð, sem henni þótti þó full stórt ... en þar var kominn stærðarinnar froskur. Kallað var á hina fjölskyldumeðlimina sem fannst þetta hinn mesti fengur, fóru saman í það að ná frosknum og setja hann undir glerhjálm og uppá borð þarsem miklar athuganir fóru fram sem enduðu með því að Kristrún teiknaði þessa fínu mynd af fyrirbærinu. Honum var svo sleppt út á gras og spurðist ekki til hans meir.
Annars stundaði KI þónokkrar veiðar í þetta skiptið. Dreif sig allnokkrum sinnum í það að aðstoða fólk sem var við veiðar alveg í flæðarmálinu. Þótti það nauðsynlegt að fara aðeins í það að vinna í þeim málum. Eitthvert skiptið kom hún svomeð einn pínulítinn fisk í laun!! Svo var heilmikil húsbygging stunduð. Hún og hópur af strákum fóru í það að safna sér grjóti og múrsteinum og voru búin að byggja sæmilegasta kofa, með greinar sem þak, afmarkaða verönd og smá eldstæði til að geta nú kokkað sitt nsima.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home