föstudagur, mars 16, 2007

Komin heim frá Joburg!

Þar sem borist hafa beiðnir um fréttir .... og það strax ... þá reynir maður auðvitað að standa sig og setja hér inn nýjasta update. Sum sé, við náðum að fara heim frá Suður Afríku á föstudeginum 9. mars. Við vorum öll orðin verulega til í að komast heim til okkar, þetta var doldið löng útlegð, ríflega viku lengri en ráð hafði verið fyrir gert. En Svenni var orðinn mun skárri, og í tjékkinu á fimmtudeginum sagði doktorinn að loks sæi hann það sem hann vildi sjá, og að þetta væri allt á réttri leið. Kallinn er sum sé allur að koma til þó ekki sé hann kannski alveg hundraðprósent ennþá – en þess verður vonandi ekki langt að bíða.

Það skemmtilega var svo að hann Eiríkur ákvað með, ja bara alltaðþví engum fyrirvara, að drífa sig til Afríku og koma í heimsóknina sem hann hafði planað í janúar áður en hann fór að bægslast í badminton. Svo vel vildi til að hann flaug akkúrat í gegnum Joburg og flugið hans þaðan til Lilongwe var það sama og okkar! Við sum sé hittum hann á flugvellinum og vorum samferða síðasta spölinn hans.

Kristrún var auðvitað ægilega ánægð að komast aftur heim eftir útlegðina. Var farin að tala dálítið um það að sig hlakkaði mikið til að komast heim og geta farið að klifra í trjám. Hún var farin að sakna skólans og krakkanna sem vonlegt er, enda sagði kennarinn hennar, hún Miss Thompson okkur að daman hefði verið ægilega kát og glöð í skólanum á mánudeginum.

En svo má segja að hér í Malawi sé stanslaust fjör þessa dagana, en Hrönnslan okkar er nefnilega komin í sína löngu fyrirfram skipulögðu heimsókn. Ekkert smá gaman að fá kjéllinguna loksins hingað til okkar í Afríkuna. Verst bara að Steini og Sunna og Kristín gátu ekki komið líka, en það verður víst ekki alltaf á allt kosið. Eða einsog Kristrún segir: þau geta náttlega ekki komið því hver ætti þá að passa Neo.

Annars bara allt í rólegheitum hér, það er ennþá að rigna, virðist bara svei mér þá aldrei ætla að hætta. Síðasta vikan fyrir páskafrí í skólanum hjá KI að byrja á mánudaginn. Sú vika er “Book Week” og var guðmóðirin fljót að svara kalli frá skólanum um að koma að lesa fyrir liðið, það verður á fimmtudaginn kemur og verður væntanlega mikið fjör! Svo á víst að mæta i búning á mánudaginn, vera einsog einhver karakter í sögu – KI verður dansmeyjan í Staðfasta tindátanum (frekar svona vel sloppið fyrir foreldrana, bara hægt að senda hana í balletbolnum).

2 Comments:

At 4:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf svo notalegt að koma heim! Mikið var gott að heyra frá ykkur, vonandi er Svenni allur að koma til og þið njótið þess að hafa gesti!
Kær kveðja til allra, Elín og co

 
At 9:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta "Komin heim frá Jo-burg" orðið old news a long long loooooooong time aaaaagooooo!!! Heimta nýjar fréttir af Krillmundi Krill-Krallssyni med det samme! Kveðja Hólla and the embryo..hehehe!

 

Skrifa ummæli

<< Home