Sidustu dagarnir sunnan Sahara
Jaeja, tha er aldeilis komid ad timamotum - vid logd af stad i ferdalagid til Islands!! Akvadum ad stoppa i Joburg og hvila okkur eftir laetin sidustu dagana i Lilongwe og brjota adeins upp allt thetta langa flug. Erum buin ad vera her sidan a manudagseftirmiddag, i godu yfirlaeti. Leggjum svo af stad til London annad kvold og verdum komin til Islands a fostudagseftirmiddag. Svolitid skritid, en gaman.
Sidustu dagarnir i Lilongwe voru hreint ut sagt brjalaedi. Allt a fullu ad pakka nidur ur husinu, ganga fra og koma drasli ut um hvippinn og hvappinn. Kristrun var i skolanum alveg fram a fostudag i sidustu viku og hennar programm a fullu medfram ollum latunum. Vid nadum thvi loks a laugardagshadegi ad loka gamnum - thvilikur lettir!!!!! En til Islands er lagdur af stad 40 feta gamur med eigum vorum - ekki nema von ad Svenni spyrdi ... hvernig gatu thessir 9 kassar sem sendir voru fra Islandi fyrir 2 arum ordid ad fullum 40 feta gam og riflega thad, thvi vid urdum ad skilja hluti eftir thvi thad var hreinlega ekki haegt ad troda theim inn, thratt fyrir godan vilja.
Svo var Celebration i skolanum hja KI a midvikudeginum og thar fengu bornin svokollud certificates fyrir thad sem thau stodu sig vel i. Vid vorum ekkert sma stolt, thvi unginn fekk certificate i hreinlega ollu, th.e. ensku, staerdfraedi, leikfimi, tonlist og tolvum = og thad sem thau kalla effort (thydir ad vidkomandi hefur lagt sig allan fram) i sundi. Sem thydir gjorsamlega oll fog sem thessir ungar voru i. Eg verd samt ad vidurkenna ad jafn glod og anaegd og eg var tha gat eg ekki annad en hugsad til elsku litlu kerlingarinnar hennar Emmu Katrinar okkar, sem ekki fekk ad vera hja okkur nema i rum atta ar, en hun var einmitt nakvaemlega svona barn einsog Kristrun, alltaf kat og glod og otrulega klar og dugleg. En kannski hugsadi eg svona mikid til hennar a thessari stundu afthvi eg var glod og anaegd med litla ljoshaerda vikingastulku -
Yfir i annad, her er otrulega kalt, snjoadi i nott, og algjor frystikista uti. Madur naer sennilega bara ad lata ser hlyna a Islandi! Eitthvad skritid vid thad! Buid ad vera frekar kalt lika i Lilongwe undanfarid, skitkalt inni og madur bara farin ad taka fram flispeysurnar og svona.
Latum naegja i bili - naesta faersla vaentanlega fra Islandi - verdum tha liklega ad breyta nafninu a blogginu, hehe
Vetur á suðurhveli
Þá er nú hægt að byrja á þessu venjulega - afsaka slóðaskap við fréttaflutning frá hinu hlýja Afríkuhjarta. En almáttugur minn, hér hefur allt verið í tómu brjáli og tjúlli og enginn tími gefist til að skrifa fréttir á vefsíður! En sko, síðan síðast (man varla hvenær það var) eru komnir fullt af gestum, sum sé Ingibjörg og Þura Skarphéðins- og Ragnhildardætur, og svo þær mæðgur Hrönn og Kristín. Hópurinn er búinn að vera síðan sirka 20 maí og svo fara allir í hóp í flug til Nairobi þann 13. júní. Þá verður nú heldur betur tómlegt í area 10, og varla lagar það ástandið að þá þurfum við að fara beint í það að troða ofaní kassa og kirnur og gera allt reddí fyrir departure - hægt að segja einsog í leikritunum :"exeunt".
Sum sé, á þessum tíma gerðist það að vopnaðir ræningjar réðust inn hjá Kidda vini okkar og samstarfsmanni - og tóku með sér allt fémætt eftir að hafa látið öllum illum látum. Engar nánari lýsingar hér. Þannig að það er auðvitað mikil orka og tími búinn að fara í það mál alltsaman og heilmiklar breytingar þegar orðnar og væntanlega fleiri á leiðinni í kjölfar þessa. Við pössuðum bara uppá að Kristrún fengi ekki að vita af þessu, hún var nógu hrædd í fyrra kerlingargreyið þegar kerfið okkar fór ítrekað að ýla þegar verið var að reyna að brjótast inn hjá okkur - eitt sinn af vopnuðum gæjum. Hún hefði orðið gjörsamlega miður sín yfir þessu og ekki síður því að Kiddi vinur hennar, sem hún telur heimsins besta skipstjóra, Skipper á Möllunni góðu, hefði lent í svona "ljótum köllum".
Þetta hefur svo þýtt að við höfum ekki getað gist í Strandkoti - en það er búið að ganga svo frá hnútum núna að það á að vera í lagi, og við náum vonandi að fara eina ferð niðreftir áður en við hverfum úr landi. Nauðsynlegt að kveðja Apaflóa og Chirombo og allt þar. Kristrún þarf að geta sagt bless við vinina á ströndinni og allt það. Æi, við eigum eftir að sakna alls þessa, þó kannski ekki þess að vera stöðugt að fá beiðnir um styrki og jarðarfararaðstoð og allt það ...
Svo bara allt í fjöri að undirbúa Íslandsför - fá tilboð í flutninga, láta útbúa kassa undir draslið, pæla í því sem á að taka með sér og því sem á að láta gossa und so weiter.
Við erum svo ægilega lukkuleg með það að vinafólk okkar, foreldrar bestu vinkonu Kristrúnar, eru búin að ákveða að koma í heimsókn til okkar til Íslands í desember. Það verður fjör, við erum búin að lofa að krakkarnir fái að sjá snjó! Eins gott að við getum staðið við það!
Nóg í bili - kannski maður reyni að vera duglegur við updateringar áður en haldið verður á norðurhvel ....
Kveðjur, Lilongweliðið