Krukkubörn
Einhverra hluta vegna lentu mæðgur í umræðum um mömmur, ömmur, langömmur og viðlíka einstaklinga ...dóttirin spyr móður sína:
dóttir: "afhverju ert þú mamma mín"
mamman: "nú, afþví ég fæddi þig"
dóttir: "nauts, þú þurftir bara að láta skera mig útúr maganum á þér"
mamman: "tja, það var nú kannski ekki alveg bara svo auðvelt"
dóttir: "jú, og svo áttir þú hvortsemer bara eggið, það eru þær þarna frumurnar sem þurfa að gera alla vinnuna, þannig að eiginlega gerði pabbi mest"
mamman: "nú, er það virkilega"
dóttir: "mamma, ég meina það, þú veist nú bara ekki neitt um fæðingar"
dóttir: eftir smá þögn "mamma, er ég krukkubarn?"
mamman: "ha, hvað meinaru? já, ertu að meina "glasabarn"?"
dóttir: hlær " já, er ég svoleiðis?"
mamman: "nei, þú ert ekki krukkubarn!!"