Jolaregn i Zomba
Sma jolapostur hedan fra Zomba
Komum hingad i gaer og Kristrunu strax sopad inn a jolaskemmtun fyrir born. Thad var bara fint, reyndar kannski ekkert serstaklega jolalegt, ef fra er talid ad jolasveinninn, eda Father Christmas einsog hann heitir her, kom i heimsokn og faerdi lidinu gjafir. Kristrun skildi ekkert i thvi hvernig hann hefdi farid ad thvi ad vita hvad hun heti, en let ser naegja tha skyringu ad mamma sin vaeri i serstoku samband vid tha felaga jolasveininn og tannalfinn og hefdi leidir til ad lata tha vita af svona hlutum. En hun var ekkert sma anaegd med ad hitta Father Christmas og fannst ekki verra ad hafa verid su fysta sem var kollud upp til ad fa pakka, og ad pakkinn var stor, flottur og raudur!!
Hofum svo verid her i dag i godu yfirlaeti, voknudum seint, sem er nu undur i vorri fjolskyldu, thad er ad fedginin sofi einsog folk, husfruin hefur nu thann haefileika i miklum maeli, hehehe. Drifum okkur svo i gonguferd um svaedid, sem var mjog gaman. I thessum skrifudum ordum er urhelli uti, komin sannkollud jolarigning, sem er audvitad afar fint fyrir maisraektandi Malava. Vid nattla ordnir soddan sveitamenn her ad vid fylgjumst spennt med regnfrettum og stodunni a maisraekt a hinum ymsu svaedum Malawi. Her i Zomba gengur thetta t.d. vel, "the weeding has started" Jamm, olik ahugamalin.
Her i verdur svo eitthvad voda flott programm i kvold og a morgun sem vid aetlum ad sjalfsogdu ad skella okkur i. Kristrun ekki komin i thann ham ad heimta ad jolin seu med einhverju akvednu snidi og finnst thetta bara fint. Sudar ekki einu sinni neitt spes mikid um gjafirnar!!
GLEDILEG JOL!!!!!
Kristrun, Sissa og Svenni
Getur verið að það séu að koma jól???
Jahérnahér, þá eru bara næstum komin jól og þarmeð allt að því afmælið hennar Kristrúnar og þar af leiðandi gamlársdagur alveg á næsta leiti og svo nýtt ár .... og við ekki einu sinni búin að klára að setja inn ferðasöguna frá Zimbabwe, ferð sem var farin í október, já og fullt búið að gerast síðan. Þetta er náttúrlega nákvæmlega engin frammistaða, þó hún sé nú kannski ögn skárri en á fyrri hluta ársins, en það er nú svosem ekkert til að miða sig við heldur!
En sum sé, frá Mozambique brunuðum við í einum grænum hvelli til Harare, ekkert mál á Zimbabvísku landamærunum, þar voru menn hinir bestu og hjálplegustu. Þurftum reyndar aðeins að múta einum, afþví að við vorum ekki með eitthvað bréf frá malavísku löggunni um að við ættum bílinn, en vorum með skráningarbókina, sem er nóg fyrir alla nema Zimbabwemenn. En það gekk allt vel fyrir sig, múturnar það er, og við gátum brunað áfram, sem var eins gott því klukkan var farin að nálgast fimm og örustutt í sólsetur, og einsog allir vita þá náttla á maður ekki að vera mikið á flakki á þjóðvegum eftir sólsetur. En það varð nú samt þannig í þetta sinn, allt afþví að ekki hafði verið hægt að koma kjéllingunni framúr bælinu á skikkanlegum tíma um morguninn. Keyrslan til Harare gekk samt bara mjög vel, vorum reyndar stoppuð af löggunni einu sinni, og þá fékk frúin nú aðeins í magann og sá fyrir sér hræðilegar yfirheyrslur og skoðanir, en það var nú síður en svo. Þetta var bara svona huggulegt spjall, um hvaðan við værum að koma, hvert við værum að fara og okkur svo óskað góðrar ferðar. En svona var þetta svo allt í Zimbabwe, allir ótrúlega næs, allt gekk gjörsamlega smooth fyrir sig og sko ekki verið í því að búa til vandamál fyrir mann. Við fundum svo húsið hennar Huldar í Harare eftir smá leit, doldið flókið að finna þetta svona í myrkrinu, en það munaði því að það er þó smá lýsing í Harare, ólíkt Lilongwe, og göturnar heita allar eitthvað. Við allavega römbuðum á húsið og þar var sko tekið vel á móti okkur.
Við stoppuðum svo í Harare í þrjá daga, minnir mig, þetta er náttúrlega orðið svo langt síðan og minnið orðið lélegt hjá gamalli konunni. Vorum ekkert smá impressed yfir Harare, flott borg, loftslagið þægilegt og allir innviðir flottir (að okkar mati, en við erum jú að miða við Malawi, fólk í Zimbabwe segir að þar séu hlutir bara skugginn af því sem þeir áður voru). Reyndar fer rafmagnið soldið oft, miklu oftar en hér, og okkur skildist að flestir væru með borholu fyrir vatn í garðinum hjá sér – soldið svona “state of siege” í ríki Mugabes. En þetta er sko alvöru borg með flottum götum, fínum húsum, görðum, búðum, veitingastöðum, bíóum og slíku sem sveitamenn frá Malawi eru alveg undrandi yfir!
Frá Harare keyrðum við svo til Masvingo og Great Zimbabwe. Gistum þar í eina nótt og eyddum fyrriparti dags í að skoða rústirnar í Great Zimbabwe. Það var alveg frábært, ótrúlega flott og áhrifaríkt. Það segir nokkuð um ástandið í Zimbabwe að við vorum einu gestirnir á svæðinu meðan við stoppuðum sem voru þónokkrir klukkutímar. Þaðan var svo brunað til Bulawayo og Matopos, en þar gistum við í tvær nætur á gististað sem hér “Granite Ridge” og var svona sveitastaður. Það var fínt, vel um okkur hugsað og mjög fallegt þarna. Granítklettar útum allt og við klifum m.a. einn og horfðum þar á sólsetrið. Frúin kvartaði og kveinaði alla leiðina upp að þetta væri nú meiri vitleysan, en var svo voða ánægð þegar komið var á toppinn og ræddi ekki meira um það málið. Eyddum svo hálfum degi í að skoða Bulawayo, sem er næststærsta borg Zimbabwe og höfuðborg Matabelelands, en það var og er heimasvæði Ndebele manna, en þeir voru miklir stríðsmenn á sínum tíma.
Frá Bulawayo og Matopos brunuðum við til Hwange National Park og gistum þar á stóru Safari hóteli. Það var sama sagan og á hinum stöðunum. Þ.e. þarna vorum við reyndar ekki einu gestirnir, heldur var gist í einu öðru herbergi fyrri nóttina okkar, og kannski 3 þá seinni! Reyndar komu aðeins fleiri gestir þarna, en það var fólk sem var að notfæra sér veitingastaðina og sundlaugina á staðnum. Kristrún lék sér við stelpu frá Bulawayo og höfðu þær mikið gaman af að sulla í lauginni og þvælast um. Við fórum svo í æðislegt safari á okkar eigin “safaríjeppa” vorum meira og minna í heilan dag að þvæla þarna um garðinn, sáum hin og þessi kvikindi – rosalega fílahjörð, gíraffa, sebrahesta, nashyrning, kudu, eland, springbok, allskyns furðufugla og kvikindi sem maður kann ekki að nefna.
Frá Hwange fórum við svo beinustu leið til Vic Falls og þaðan yfir landamærin til Zambiu. Urðum að gera þetta svona útaf díselástandinu í Zimbabwe, en við þurftum að taka með okkur frá Malawi allt dísel til að nota í ferðinni og það var bara einfaldlega ekki hægt að koma meiru í litla jeppann. Tættum svo af stað frá Livingstone, þ.e. Vic Falls Zambiumegin til Lusaka og komum þangað um kvöldið. Daginn eftir var það svo einn sprettur frá Lusaka og heim til Lilongwe. Það gekk allt vel, var reyndar alveg hryllilega heitt, vel ríflega fjörtíu stig næstum alla leiðina og maður gjörsamlega að bráðna í bílnum og hvað þá þegar við stoppuðum, maður fann lá við hvernig drykkirnir manns færðust yfir á suðupunkt í flöskunum meðan maður var að fá sér að borða og það bogaði af manni svitinn. En heim komust við heilu og höldnu eftir frábæra ferð.
Jamm, þetta var svona hraðsoðin version af ferðinni, ágætt kannski eftir þennan ægilega langa inngang þarna um daginn;)
En síðan þetta var er auðvitað ýmislegt búið að drífa á okkar daga. Fórum m.a til Johannesarborgar í Suður Afríku núna í byrjun desember þarsem Svenni þurfti að komast þar til háls- nef- og eyrnalæknis, en slíkur fyrirfinnst ekki hérlendis. Mæðgur fylgldu með sem umboðsmenn sjúklingsins og skemmtu sér vel í menningunni í Johannesarborg. Ekkert smá ólíkt því sem hér er. Manni finnst maður alls ekki vera í Afríku þegar maður er þarna. Enda nutum við þess einsog hægt var, versluðum, fórum út að borða, skelltum okkur í bíó, skoðuðum apartheid safnið og KI tókst að draga okkur í skemmtigarð sem er við hliðina á safninu. Þannig að það var heilmikið skemmtilegt hægt að gera þó það þyrfti að eyða heilmiklum tíma í læknastúss og vesen.
Erum sem stendur í Monkey Bay og ætlum svo að drífa okkur yfir til Zomba og vera þar á jólunum. Aldrei að vita nema við myndumst til að setja eitthvað hér inn áður en árið er úti ....