sunnudagur, apríl 29, 2007

Cold on the highveldt

Erum nu buin ad vera her i Jo'burg sidan a fimmtudagseftirmiddag. Traffikin her var gjorsamlega faranleg thegar vid komum, enda ad hefjast long helgi og allir sem vettlingi gatu valdid a leid eitthvert uti buskann. En fostudagurinn var freedom day - sem ad sjalfsogdu er almennur fridagur.

Annars hofum vid haft thad agaett her, raunar er svo kalt ad thad aetlar mann lifandi ad drepa. Madur bara rafar um a sinni lopapeysu og er samt kalt. Spurning hvort vid lifum thad af ad flytja aftur til Islands, brrrrrrr.

Buin ad gera thad sem vid hofum fram ad thessu ekki nad ad gera her, th.e. ad fara ad skoda Soweto. Thad var upplifun - sa hluti af hverfinu sem vid saum bara alls ekki sem verstur, bara soldid svona einsog ameriskur small town med sma slomm ivafi. Forum thennan typiska turistarunt, framhja husinu hennar Winnie Mandela, skodudum safnid sem er i husinu sem Nelson Mandela bjo i og svo Hector Pieterson safnid. Thad safn i svipudum stil og Apartheid museum, bara ekki alveg jafn hraslagalegt. En allavega tha er Soweto bara einsog first world storborg midad vid Malawi.

Segjum thetta gott i bili - vid i kuldanum i Jo'burg

þriðjudagur, apríl 24, 2007

ammæli og fleira fjör

Þá er það helst í fréttum að haldið var uppá afmæli heimilisföðurins á föstudag í síðustu viku - það var nú svosem raunar allt frekar low key enda hann ekki mikið fyrir veislur og vesen. En mæðgurnar tóku sig til og bökuðu þessar fínu brownies í tilefni dagsins og, skipulagðar að vanda, fóru þær í Central Africana bókabúðina í Old Town Mall og keyptu afmælisgjöf. Enduðu með field guide to tracks - KI fannst það hið besta mál að kaupa svona "fótsporafræðabók" því kallinn væri svo mikið fyrir að lesa svona allskonar "fræðir" og bætti svo við að ef honum þætti þetta leiðinlegt þá væri hún alveg til í að eiga bara bókina, því kannski ef hún ákvæði að verða ekki "artist eða swimming racer" þá myndi hún kannski bara verða fótsporafræðingur!

Annars urðum við vitni að undarlegum atburði fyrir utan PTC þegar við fórum að kaupa það sem vantaði í afmæliskökuna, en sem við mæðgur komum keyrandi uppað búðinni sjáum við að þar eru læti í gangi, tvær kellur, önnur í bleikri skyrtu og hin í bleiku pilsi, eru þarna í hávaða rifrildi og slagsmálum! Þær slógust einsog vitleysingar og öskruðu og æptu, starfsfólk og viðskiptavinir úr búðinni voru komnir þar útá stétt að reyna að hafa vit fyrir þeim, en svo endaði þetta þannig að önnur þeirra sat í götunni og háorgaði. Kristrúnu fannst þetta afar undarlegt, og vildi fá að vita yfir hverju þær hefðu verið að rífast og klikkti svo út með því að sú sem var að grenja hefði ekki átt sjens í þessum slagsmálum því hinn væri miklu "strangari" sem þýtt af Kristrúnísku útleggst sem sterkari. Svo hurfum við bara inní búðina og keyptum okkar smjörlíki og egg og dömurnar voru farnar þegar við komum út aftur.

Erum svo á leið til Johannesarborgar aftur núna á fimmtudaginn. Svenni þarf að fara í tékk hjá doktor Goldin og svo ætlum við að vera í helgarfríi í "menningunni". Það verður fínt, og svo náttúrlega voða gott að koma aftur hingað í sveitina.

What else is new - jú, það kom þessi svaka rigningardemba á laugardagskvöldið, aðeins til að minna mann á hvernig regntímabilið var nú. En þetta hlýtur nú að verða síðasta demban, reyndar eiginlega ekkert rignt núna lengi. Svo náttúrlega fréttir af tilvonandi gestum, en Hrönnsla guðmóðir ætlar að skella sér aftur hingað til Malawi (heillaðist af landi og þjóð sem vonlegt er) og taka Kristínu Jóhönnu með sér í þetta skiptið. Við hlökkum ógurlega til að fá þær hingað og Kristrún getur varla beðið að fá Kristínu guðsystur til sín.

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Úbbs, smá mistök

Einsog kemur fram í kommentinu frá Þórdísi þá gerði ég smá mistök hér áðan, gerði mér ekki grein fyrir költstatus blaðsins, en það sum sé fæst ekki í bókabúðum. Hægt að panta hjá Þórdísi í gegnum netfangið bornogmenning@hotmail.com

Þannig að nú hljómar þetta svona: allir að drífa sig að panta eintak - og það strax!! og gerast svo áskrifendur enda um flott tímarit að ræða.

Mynd af tannlausum túkalli


Hér kemur mynd sem Hrönn guðmóðir tók af tannlausa túkallinum og vinkonu sem hún varð sér úti um í Chinteche þegar við stoppuðum þar á leiðinni heim að norðan. Ótrúlega vígalegar skvízur!!


Annars bara allt í góðu hér í hinu hlýja hjarta Afríku. Skólinn kominn á fullt og búið að vera mikið að gera, sund bæði á mánu- og þriðjudag og svo verður Key Stage One Splash n´Dash á morgun, en það er sundsýning þeirra litlu dýranna. Við foreldrarnir mætum náttúrlega til að sjá listir afsprengisins. Ballettinn kominn á fulla ferð og fyrsti tíminn í Christian Class í dag. Annars er barnið orðið svo vel að sér í kristnum fræðum eftir þessa tíma, og auðvitað allan Jesúbókarlesturinn með pabba sínum, að það er alveg ótrúlegt. Hún er meira að segja farin að leita að ritningargreinum í Biblíum á hótelum (á hótelinu í Mzuzu var það mikið atriði að finna John 3:16)!!


Verð svo að láta vita af hinu ágæta tímariti Börn og menning en 1. tbl. 2007 er nýkomið út og í því er meðal annars góðs efnis grein eftir "sjálfa mig" um barnæskuna í Malawi, skrýdd þessum líka fínu myndum sem við familían höfum tekið á okkar digitalmyndavél! Sum sé, allir útí bókabúð að fá sér eintak af blaðinu;)

fimmtudagur, apríl 12, 2007

gestur, páskar og tannlaus túkall

Þá fer maður loks í það að setja inn smá fréttir af familíunni og gestinum, en auðvitað ekki fyrr en komnar eru fram áskoranir um nýtt efni þarsem það sem hér hangir inni sé löngu orðið old news – já og ekki fyrr en gesturinn er floginn í burtu!

Hrönnslan er sum sé búin að vera hjá okkur í mánuð og flaug á brott frá Afríkunni í gær, ætti að vera komin til Amsterdam núna og rétt við að drífa sig í síðasta áfangann á ferðalaginu og komast alla leið heim. Það var ógurlega gaman að hafa hana hér hjá okkur, og við höldum að henni hafi nú bara líkað vistin ágætlega! En það hefur að sjálfsögðu ýmislegt verið í gangi. Við fórum auðvitað með gestinn til Monkey Bay og dvöldum í fínu yfirlæti í Chirombo einsog alltaf. Þríeykið Hrönn, Svenni og Kristrún höfðu það gott á ströndinni og við ýmis þorpsstörf á meðan ég var í vinnunni og svo reyndum við að gera eitthvað skemmtilegt saman þess á milli. Við stunduðum til dæmis siglingar á malavískum dugout, og þær Hrönn og Kristrún voru bara orðnar ansi lagnir kanósiglingamenn. Um páskana drifum við okkur svo í ferðalag til norður Malawi. Fórum alla leið til Nyika, sem var alveg meiriháttar. Landslagið svolítið svona íslenskt!! Þetta er í rúmlega 2600 metra hæð yfir sjávarmáli og því bara kalt ... við vorum þarna í flíspeysum og gönguskóm og hefðum alveg þegið að vera með vindúlpurnar líka!! Hrönn og Kristrúnu var skítkalt, sérstaklega fyrsta kvöldið og söknuðu þess að vera ekki með úlpur og húfur. Þarna fórum við í smá safariferðir, en það var nú svosem ekkert spes mikið af dýrum þarna, reyndar fullt af zebrahestum sem var auðvitað gaman að sjá. Fórum svo öll á hestbak, reyndar ekki zebrahestbak, en komumst ansi nálægt zebrunum samt. Meira að segja húsfrúin fór á bak, reyndar í taumi hjá einum hestasveininum, þorði ekki annað, en var samt ansi góð með sig að hafa ekki fríkað út þegar hestur hestasveinsins fældist aðeins útaf taumnum og allt fór í smá vitleysu. En voða gaman að dúllast þetta úti og skoða heiminn af hestbaki. Var nú samt óskup fegin að komast aftur að húsi og af baki, svona hræðslupúkar náttla allir stífir og ómögulegir og maður því hálf eitthvað lufsulegur eftir ævintýrið. En þau hin voru auðvitað einsog herforingjar við þetta enda vant fólk á ferð! Eftir Nyika keyrðum við svo enn norðar og til Livingstonia. Það var líka frábært upplifelsi, þrátt fyrir að ég allavega hafi haldið að mín síðasta stund væri að renna upp þegar við keyrðum upp fjallveginn sem liggur frá ströndinni og upp að bænum. Þvílíkur hryllingur. En þegar á staðinn var komið gistum við á gistiheimili sem heitir Stone House og er hálft safn og hálft gistiheimili og er í húsinu sem Dr. Robert Laws og frú bjuggu í, en þau voru aðalsprauturnar í þessari Livingstonia Mission hér um þarsíðustu aldamót. Fórum svo í páskamessu í fínu kirkjunni þarna, þar sem er þessi ógurlega fíni gluggi með steindu gleri og mynd af Livingstone að hitta höfðingjana á svæðinu! Hrönn stóð fyrir þessari messuferð, fannst ekki annað hægt en að upplifa það að fara í flotta messu í Malawi. Keyrðum svo til Mzuzu, aðra leið en við komum, veg sem er ekki malbikaður og svona doldið skrjóðslegur en mun skárri en fjallahryllingurinn þarna hinn. Gistum eina nótt í Mzuzu, lentum þar á þessu fína páska bbq, fullt af fólki sem tróð þvílíkt í sig af mat, nóg af krökkum og allskyns leiktækjum og græjum. Hrönn fékk að sjá traditional dances, en lagði ekki alveg í að taka snúning með Ngoni warrior. Sá sami bauð raunar Kristrúnu upp í dans en hún afþakkaði blessuð, hafði of mikið að gera í fjörinu með krökkunum. Keyrðum svo heim meðfram ströndinni, stoppuðum aðeins í Nkhata Bay og svo í Chinteche þannig að hægt væri aðeins að leyfa gestinum að sóla sig eftir allar fjallaferðirnar.

Annars gerðist það helst í lífi Kristrúnar í þessu páskafríi að hún ákvað að þakka foreldrum sínum kærlega fyrir gott samstarf í svefnmálum en nú væri kominn tími til að þeim fasa lyki, og sagðist héðan í frá ætla að sofa ein í sínu herbergi! Sem hún hefur gert og bara gengið einsog í sögu. Svo náði hún þeim áfanga að missa tvær framtennur í efri góm og er því sannkallaður tannlaus túkall þessa dagana – meira að segja pínu “þmámælt” þarsem fyrirstöðuna vantar þarna fyrir miðjum munni!

Já, svo má náttla ekki gleyma páskaegginu, en Íslandspóstur og einhverjir auglýsingamenn voru svo vinsamlegir að senda okkur hér í útlandinu þetta líka fína páskaegg. Þetta var eitthvað svona dæmi til að kynna þessa líka fínu sendiþjónustu hjá póstinum. En páskaeggið kom vel fyrir páska og alveg gjörsamlega í fullkomnu standi!! Við skildum það reyndar eftir heima þegar við fórum í páskaleiðangurinn, en réðumst á það í gærkvöldið og náðum að borða helling. Fengum reyndar einhvern ótrúlega fríkaðan málshátt, man hann ekki alveg, en hann var svo skrítinn að það þurfti orðskýringu með, hef aldrei áður séð páskaeggjamálshátt þar sem fylgir neðanmálsgrein með!!